Í þessari ritgerð ætla ég að fjalla þjónustu vistkerfa og sameiginlegar auðlindir. Manneskjan nýtir sér ýmiss konar þjónustu sem vistkerfi náttúrunnar veita, svo sem náttúruauðlindir og ýmis náttúruleg ferli.
Þjónusta vistkerfa er mikilvæg og ómissandi enda byggist okkar afkoma á náttúruauðlindum. Sameiginlegar auðlindir eru nátturuauðlindir sem hópur notenda nýtir sameiginlega. En þá er mikil hætta á ofnotkun þar sem einstaklingur hugsar frekar um eigin hag til þess að hagnast á ákveðni vöru frekar en að hugsa um heildarmyndina.
Þjónustu vistkerfa má skipta í fjóra flokka: vörur, stýriþjónustu, stuðningsþjónustu og menningartengda þjónustu. Ofnotkun auðlinda er á mörgum sviðum náttúrunar svo sem ofveiði á fiski, ofnýting trjáa í Amazon skóginum og útrýmingarhættu á öðrum dýrategundum. Eitt stærsta vandamál okkar í heiminum er fólksfjölgunin sem er að gerast. Því fleiri sem lifa á jörðinni því stærri part af auðlindum þurfum við að nota og eyðileggjum þannig náttúruna okkar. Td. Er mannkynið búið að eyðileggja stórann hluta regnskóga í heiminum til að gera úr því blöð, húsgögn, pappír og hús og það er stefna í að það verði eitt kóló af plasti í sjónum á móti hverjum þremur kólóum af fiski, sem er ótrúlegt. Við fjöldframleiðum plast og stór hluti þess er ekki endurinnanlegt og stór hluti af því endar í náttúrunni. Þjónusta vistkerfa er grundvallar- þáttur í mannlegum samfélögum en skilningur á mikilvægi þjónustunnar er oft takmarkaður, við tökum hana yfirleitt sem sjálfsagðan hlut. Þjónusta vistkerfa sem slík er því sjaldan metinn til fjár og ekki reiknuð inn í hagvöxt. Aftur á móti hafa ýmsar framkvæmdir sem hafa í för með sér breytingar á vistkerfum eða eyðingu þeirra, eins og til dæmis stórvirkjanir og vegagerð, jákvæð áhrif á hagvöxt.
Ég tel aðal vandamálið sé eftirsókn manna í peninga og völd. Eru því frekar að græða á aulindunum heldur en að hugsa um hve mikið er eftir af þeim, sækjast alltaf eftir meiru. Þa er gott að hafa reglur um hvernig má nýta aulindirnar eins og td. Á Íslandi má ekki veiða eins og menn vilja heldur er búið að koma á fót ábyrgri fiskveiðistjórnun svo kölluðu kvótakerfi. það eru ekki allir sammála þessu fyrirkomulagi og sumir segja að Íslendingar ættu að taka hina endurbættu sjávarútvegsstefnu kanadískra yfirvalda sér til fyrirmyndar. Í henni er lögð aukin áhersla á að notendur auðlindanna og aðilar sjávarútvegsins taki ríkan þátt í mótun stefnunnar. Það hefur verið gert að einhverju leyti hér á landi en líklega má gera betur í þeim efnum. Ólíklegt er að hægt sé að koma á vel heppnaðri sjálfsstjórn á nýtingu fiskistofnanna við Ísland vegna þess að einkenni og uppbygging sjávarútvegsins falla í raun ekki undir þau skilyrði sem þurfa að vera til staðar til þess að sjálfsstjórn geti skilað hagkvæmri niðurstöðu. Eftir því sem fólki á jörðinni fjölgar og neysla hvers og eins eykst, dregur líka smátt og smátt úr þeirri þjónustu sem náttúran getur veitt. Menn eiga jafnvel á hættu að heilu þjónustuflokkarnir leggist af, rétt eins og í opinberri þjónustu á tímum niðurskurðar. Ein þeirra tegunda af vistkerfaþjónustu sem hvað oftast er nefnd í þessu sambandi um þessar mundir er frævun plantna. Býflugur og fleiri skordýr hafa nefnilega séð um það frá örófi alda að bera frjókorn frá karlkyns plöntum yfir til kvenkyns plantna og þannig gert plöntunum mögulegt að fjölga sér og þróast. Flugurnar hafa ekki rukkað krónu fyrir þetta, jafnvel þótt starfsemin hafi gríðarlega þýðingu fyrir hagkerfi mannanna.
Það þarf að gera á fleiri stöðum svo við séum ekki að ofnýta allar aulindir okkar. Sérsktaklega ef mannfólkinu fjölgar því fleiri þarf náttúran að sinna og því meiri mat þarf að framleiða, meiri mengun verður o.s.frv.
Sjálfsstjórn sameiginlegra auðlinda heppnast ekki alltaf vel. Í einhverjum tilfellum mistekst notendum hreinlega að koma á stofnunum semleiða til hagkvæmrar nýtingar auðlinda eða stofnanirnar eru að einhverju letiviðkvæmar. Sumar viðkvæmar stofnanir sem þróaðar hafa verið af notendum sameiginlegra auðlinda eru árangursríkar og í notkun en þessar viðkvæmu stofnanir eru hluti af stærri umgjörð sem gerir það að verkum að óvissa er um áframhaldandi tilvist þeirra og velgengni.
Ekki er hægt að tala um aðeins eitt vandamál með einni réttri lausn heldur eru þau vandamál sem auðlinda þurfa að leysa ólík og breytileg eftir aðstæðum og þar af leiðandi eru lausnirnar margar. Sameiginlegar náttúruauðlindir eru víða um heim grundvöllur hagræns hagnaðar og velferðar. Ef nýtingu á slíkum auðlindum er stjórnað á hagkvæman hátt geta notendur sannarlega notið góðs af en ef stjórnun gengur ekki vel þá geta afleiðingarnar verið neikvæðar. Í versta falli er sjálfbærni auðlinda ekki viðhaldið og algjör eyðilegging á sér stað. Það vill nefnilega oft gleymast að vistkerfi jarðarinnar veita okkur margháttaða þjónustu alveg ókeypis. Eftir því sem við skerðum þessi vistkerfi meira, þurfum við að bera meiri og meiri kostnað vegna þessarar þjónustu sjálf. Þetta er ekki alltaf tekið með í reikninginn þegar teknar eru ákvarðanir um að fórna vistkerfum í þágu aukinnar framleiðslu eða atvinnuuppbyggingar. Langar mig eftir þessar vangaveltur að enda á þessum orðum: menn halda því stundum fram að það kosti mikla peninga að vernda náttúruna. En flest bendir þó til þess að það kosti miklu meiri peninga að gera það ekki.