Free Essay

Menntun

In:

Submitted By dabbim
Words 1107
Pages 5
Menntun

Efnisyfirlit

Inngangur 3
Menntun í Vesturlöndum 3
Menntun í Þróunarlöndum 3-5 Hindranir 3-4 Tölurnar 4 Hjálparstarf 5 Framfarir eða? 5
Lokaorð 5
Heimildarskrá 6

Menntun er mis aðgengileg í heiminum. Hér á vesturlöndum er mjög aðgengileg og er skildunám fyrstu 10 árin í flesum löndum. Svo fara flestir áfram í eitthvað framhaldsnám. Þetta á þó ekki við þróunnarlöndin. Þar er oft ekki skildunám fyrir börn og kostar jafnvel fyrir þau að ganga í grunnskóla, sem fæstir klára. Hjá enþá öðrum er nám aðeins fjarlægur draumur.

Menntun í vesturlöndum
Í vesturlöndum stunda og klára flest börn grunnnám. Einnig eru mjög margir sem halda áfram í framhaldsnám. Góð aðstaða er í flestum löndum til menntunnar og háþróuð tækni spilar þar mikilvægan þátt. Einnig gerir samfélagið þær kröfur að börn og unglingar stundi nám og læri, og fari í framhaldsnám. Svo er auðveldara fyrir unglinga að haldast inní skóla því foreldrar eða forráðamenn geta stutt þau og borgað það sem þarf til að stunda nám. Í mörgum skólum er tölvuvæðingin að koma sterk inn og byggist nám mikið á notkun þeirra í dag, einsog t.d. í FSN. Aðstæður breytast og batna með hverju ári og gegnir tæknin þar alltaf stærra og stærra hlutverki.

Menntun í þróunnarlöndum
Menntun í þróunnarlöndunum er ekki góð. Þetta hefur þó breyst mikið undafarin ár til hiðs betra. Þar má aðalega þakka meiri vitund vesturlandabúa á vandamálum þriðja heimsins og hinum ýmsu hjálparsamtökum á borð við Rauða krossinn.

Hindranir Þar sem að það er mikil fátækt eru krakkar frekar sendir í að vinna til að geta fætt sig og klætt því sjaldnast er til peningur til að halda þeim í námi og sjá fyrir þeim. En það er ekki það eina því í mörgum þróunnarlöndum er einræðisstjórn sem bannar hjálparstarfsemi og stelur góðgerðarpeningum. Svo eru þessum harðstjórnum alveg sama um kjör íbúa sinna svo lengi sem að þeir fá pening í vasann . Aðstaðan í mörgum skólum í þriðja heiminum er þannig að næstum óbærilegt er að vera þar. Oft eru skólarnir þaklausir og börnin sitja á moldargólfum, sem er afar slæmt þá sérstaklega þegar að það rignir. Sumstaðar hafa skólarnir fengið þrönga bekki sem börnunum er troðið á, enn annastaðar er ekki einu sinni húnæði heldur fer kennslan fram undir tréi eða einhverju álíka, og er það enþá verra þegar veðrar illa. Oftast eru skólarnir mjög fjölmennir og lítið pláss fyrir krakkana. En það reddast þegar að þau komast í eldri bekki því þangað fara aðeins einstaka nemendur því flestir þurfa að hætta til að sjá fyrir sér. Þessar aðstæður valda því að börnin eru oft veik og læra mjög lítið á því að vera þarna. En einnig eru vandamál í þeim hluta þar sem börn fara í skóla. Þar eru kennslurnar oft litlar og árangurslitlar. Þar má kenna um lélegri sem engri menntun kennara og kennsluháttum, enda þurfa kennarar rétt um grunnnám til að kenna. Einnig er ekki til peningar til að kaupa inn þær bækur og þeim búnaði sem þarf svo að kennarar byggja oft kennsluna á að láta bekkinn þylja upp á eftir sér, en það skilar ekki þeim árangri sem þarf.

Tölurnar Árið 1990 voru 20% af börnum heimsins á grunnskólaaldri ekki í skóla. Í dag er talið að sú tala sé um 100 milljón börn[1]. Þessar tölur eru nokkuð sláandi en það sem er meira sláandi er að 2/3 af þeim eru stúlkur. Einnig er talið að aðeins um 60% barna gangi í grunnskóla í dag í Afríku en eitthvað betra hlutfall er í Asíu, þó það sé ekki gott. En það að koma öllum þessum börnum í skóla er ekki bara mikilvægt því gæði menntunarinnar er líka mikilvæg.

Hjálparstarf Undafarin ár hafa vesturlöndin verið að leggja sitt að mörkum með því að gefa háar fjárhæðir, byggja skóla og aðrar stofnanir. Hjálparsamtök á borð við UNICEF og Rauða krossinn hafa verið eitt það mikilvægasta í betrumbótum þróunnarlanda undafarin ár. Með þeirra hjálp hefur hinn vestræni heimur orðið mun meðvitaðari um vandamálin þarna. Auk þess hafa þessir sjálfboðaliðar verið þeir sem hafa hætt sínu lífi í að hjálpa öðrum og telur það stóran toll. Það nýjasta í aðstoð vesturlandanna er svokölluð 100 dala tölvan. Þetta er fartölva sem áætlað er að gefa hverju barni og eru hún sterkbyggð og passlega góðar til að hægt sé að læra með þeim, og kosta aðeins um 100 dali í framleiðslu.[2]

Framfarir eða hvað? En þó að við séum að bjóða þessa miklu hjálp í námi og heilsugæslu erum við þá að hjálpa þeim jafn mikið og við höldum? Einu sinni var skólaaðstaðan svona hjá okkur einsog er hjá þeim núna, en við fengum að þróast í áttina að því sem við erum núna. Erum við ekki svolítið að henda þeim útí djúpulaugina og ætlast til að þau syndi? Allt þetta hjálparstarf er að breyta þróunninni hjá þeim svo að þau fá ekki að þróast sjálf. En þrátt fyrir það er allt þetta að skila árangri, en spurning hvort það sé sá hámarksárangur sem hægt er að ná.

Menntun er augljóslega mikilvægur þáttur í nútímasamfélagi. Ef þriðji heimurinn á að geta þróast til hins betra þarf að virkja framtíð þessara landa, börnin. Einsog gamall frasi segir: „Gefðu manni fisk og hann getur borðað í dag, kenndu honum að veiða og hann getur borðað það sem eftir er.“ [3] Þó svo að margir segi að við eigum að láta þetta vera og leifa þeim að þróast sjálfum er ég ekki sammála. Það voru jú við sem komum þeim í þessa stöðu til að byrja með með því að taka auðlindir þeirra og lönd og gera þau að þrælum. Þau hafa lengi vel ekki átt von vegna græðgi ríkjanna í norðri. Það er því okkar starf að endurbyggja það sem við eyðilögðum eitt sinn.
Heimildarskrá

Katherine Sellgren, BBC News Online, Third World schools 'sucked dry', 28. Mars 2002. http://news.bbc.co.uk/1/hi/education/1898800.stm

UNICEF – Barnahjálp Sameinuðu Þjóðanna, Hindranir í menntun stúlkna.

http://www.unicef.is/hvad/index_729.htm

UNICEF – Barnahjálp Sameinuðu Þjóðanna, Menntun stúlkna : Heildarmyndin http://www.unicef.is/hvad/index_730.htm

UNICEF – Barnahjálp Sameinuðu Þjóðanna, Gæði menntunar http://www.unicef.is/hvad/index_727.htm

UNICEF – Barnahjálp Sameinuðu Þjóðanna, Goal: Achieve universal primary education

http://www.unicef.org/mdg/education.html

Renate Nestvogel, School Education in 'Third World' Countries:
Dream or Trauma?, University of Essen Department of Education www.waxmann.com/fs/nestvoge.pdf

Marjorie Jones, EDUCATION FOR WHAT AND FOR WHOM: A Third World Perspective

www.lesley.edu/journals/jppp/1/jp3ii6.html

One Laptop for a Child verkefnið. www.laptop.org

-----------------------
[1] Samkvæmt UNICEF

[2] One Laptop per Child verkefnið

[3] Kínverskt spakmæli

-----------------------
2

Similar Documents

Free Essay

Test

...sambærilegar vörur/lausnir á markaði.Hvað er það sem aðgreinir okkar vörur/lausnir frá vörum/lausnum samkeppnisaðilans og hvernig ætlum við að skapa vörunni/lausninni þann sess í huga markhópsins sem við sækjumst eftir? Þrjú stig staðfærslu eru aðgreining, staðfærsluáform, ímynd. Hvað er markhópur? “Markhópagreining er skipting ólíks, sundurlauss markaðar í smærri samstæðari hópa til að geta betur náð markmiðum markaðsáætlunar. Ferlið kallast markaðshlutun eða miðuð markaðssetning.” STP-Miðuð markaðssetning ( Markaðshlutun, markaðsmiðun og svo staðfærsla) Markaðshlutun: Það er mikilvægt að lýsa markhópnum, hvað er hann stór og hverjir eru í hópnum. Það þarf að velja mælanleg atriði. Algengt er að nota lýðfræðilegarbreytur s.s. aldur, kyn, menntun, það er ekki endilega besta lýsing á markhóp en það er auðvelt að mæla út frá þessum lýðfræðilegar breytur. Framkvæmd markaðshlutunar: Könnunarstig, greiningarstig og lýsingarstig Markaðsmiðun: Það Hvað gerir markaðshlut áhugaverðan, velja markhóp sem þjóna á. Staðfærsla: Hvernig á að staðfæra tilboðið, samal söluráða fyrir hvern markhóp eða fjögur P Markaðsstjóri þarf alltaf að spyrja sig hvaða þátt á þessi aðgerð í að skapa vörumerkinu sterka og einstaka stöðu! Við viljum hafa sterka jákvæða og einstaka stöðu Virði auðkennis má í grundvallaratriðum meta á tvennan hátt. Annars vegar út frá fjárhagslegum mælikvörðum og hins vegar er horft á virði vöruauðkennis frá sjónarhóli viðskiptavina eða markaðarins, Consumer Based Brand Equity...

Words: 1247 - Pages: 5

Free Essay

Áhrif Vörumerkjaímyndar Á Íslenskan Sódavatnsmarkað

...Markaðsfræði Markaðssetning er það ferli hjá fyrirtækjum sem býr til og kemur áleiðis til neytenda upplýsingum um ákveðna vöru eða vörulínu sem fyrirtæki hafa upp á að bjóða. Með ferlinu er reynt að mynda sterkt samband við viðskiptavinina og búa til virði fyrir vöruna í augum neytenda. Markaðssetning setur viðskiptavininn í fyrsta sæti og sér til þess að sem stærstur hluti neytenda viti af vörunni og myndi jákvæðar skoðanir í kringum hana (Kotler, Armstrong, Wong og Saunders 2008). Grunnurinn að góðri markaðssetningu er að vera með góða markaðsáætlun. Markaðsáætlun er það ferli þegar núverandi umhverfi er rannsakað og greint með tilliti til markaða og viðskiptavina. Búin eru til markmið, stefna og aðferðir og þessum aðferðum svo komið í gang til að ná settum markmiðum. Mikilvægt er í þessu ferli að hafa stöðugt eftirlit og skrásetja allt sem gerist svo hægt sé að betrumbæta ferlið í framtíðinni. Þetta ferli hjálpar markaðsfræðingum að sjá möguleg tækifæri til að ná markmiðum fyrirtækisins og einnig að sjá fyrir ógnir sem gætu myndast á markaðnum(Wood, 2005). Ferlið er hringferli og er það í eftirfarandi skrefum: 1. Kanna og greina núverandi ástand 2. Skilja markaði og viðskiptavini 3. Skipuleggja skiptingu markaðar, markhóp og staðsetningu á markaði 4. Skipuleggja stefnu, markmið og stuðning við markaðssetningu 5. Þróa markaðsherferðir og helstu tól 6. Fylgjast með útkomu og stjórna ferlinu (Wood, 2005) Söluráðarnir 4 Helstu tólin sem notuð eru...

Words: 7956 - Pages: 32

Free Essay

Ekkert Merkilegt

...Glósur fyrir próf! 10. kafli * Organizational change; breyting skipulagsheildar: ferli þar sem fyrirtæki færast úr núverandi stöðu til nýrrar stöðu í framtíðinni í þeim tilgangi að ná auknum árangri. * Skipulagðar breytingar í skipulagsheild eru oftast miðaðar að því að auka skilvirki í eftirfarandi 4 deildum; Mannauður, Auðlindir starfssviða, Tæknileg geta og Skipulags geta. * Mannauður; meiri fjarfesting í þjálfun&þróun, breyting á menningu til að mæta fjölbreytni, stöðug endurskoðun á umbunarkerfi * Auðlindir starfssviða; hámarks verðmætasköpun; bregðast við breytingum í umhverfinu, tilbúin að breyta skipulagi, tækni og menningu * Tæknileg geta: geta til nýsköpunar, til að auka gæði og til að skapa virði. * Skipulags geta: hanna skipulag sem nytir tengsl milli mannauðs og auðlinda starfsþátta með það að markmiði að skapa hámarskarangur * Allar 4 deildir tengdar, oft erfitt ef ekki omögulegt að setja af stað breytingu I einni deild en ekki annarri. * Þættir sem hrinda af stað breytingum; innri: nýsköpun, léleg frammistaða, nýr forstjóri, flutningur starfsemi, lausn vandamála, nýjar hugmyndir. ytri: tækni, nýtt hráefni, esp neytenda, samkeppni, löggjöf, efnahagsástand, stjórnmalabreytingar, félags-og menningarleg gildi (PESTEL?) * Til þess að fyrirtæki geti haldið stöðu sinni og verið árangursríkt, þarf það að mæta breytingum sem umhverfið býður uppá! * Ástæður fyrir hægri eða engri breytingu; valdabarattur og deilur, mism...

Words: 14754 - Pages: 60